Ráðstefnan hefst á mánudag

Á fyrsta degi ráðstefnunnar verða flutt yfirlitserindi um rýrnun stóru ísbreiðanna, hlýnandi veðurfar og loftslagssögu. Fjallað verður um áhrif hlýnunar á vatnafar á norðurslóðum, rætt um útbreiðslu og þykkt hafíss og gerð grein fyrir sambúð norðurskautsþjóða við veröld ísa og snjóa um aldaraðir. Skyggnst verður um í Himalayafjöllum og gerð grein fyrir áhrifum hlýnunar á afrennsli til stórfljóta Asíu. Einn forystumanna milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) mun gera grein fyrir nýjustu niðurstöðum nefndarinnar.