Viðburðir

Upptaktur að ráðstefnunni verður myndasýning og erindi sem James Balog, ljósmyndari og rithöfundur flytur, sunnudaginn 21. ágúst kl. 16 –17:30 í Silfurbergi í Hörpu. Erindið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

SUNNUDAGUR 21. ÁUGÚST

JAMES BALOG

Extreme Ice Survey 2005-2022:
A New Vision of Our Changing World
Silfurberg, Harpa, 16:00-17:30

Sjá Facebook viðburð

James Balog hefur um áratuga skeið unnið að skrásetningu á breytingum á náttúrunni og meðal þekktustu verka hans eru margverðlaunaðar kvikmyndir Chasing Ice og The Human Element, og bókin ICE: Portraits of Vanishing Glaciers. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri Earth Vision Institute og Extreme Ice Survey. Teymið hans hefur rekið myndavélar um 15 ára skeið fyrir framan nokkra skriðjökla á Íslandi.

LINKS:
TheHumanElementMovie.com
JamesBalog.com
ExtremeIceSurvey.org
EarthVisionInstitute.org
GettingThePicture.info

MÁNUDAGUR 22. ÁUGÚST

BEER AND SCIENCE
Bryggjan brugghús, Grandagarður 8, Reykjavík

Sjá Facebook viðburð

Mánudagskvöldið 22. ágúst verður opið fræðslukvöld á Bryggjan brugghús kl. 20.00, en þar munu vísindamennirnir Eric Rignot (Frakkland/University of Irvine), Guðfinna Aðalgeirsdóttir (Ísland/Háskóla Íslands), Jason Box (USA/GEUS) og Michael Zemp (Sviss/WGMS) leiða gesti í sannleika um áskoranir og raunir vísindamanna við vettvangsvinnu ásamt því að segja okkur fréttir af ástandi jökla á jörðinni. Erindin verða flutt á ensku.

ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁUGÚST

GUÐMUNDUR HILMAR GUÐMUNDSSON

Suðurskautslandið
Stjörnuverið, Perlan, Öskjuhlíð (á íslensku)

Sjá Facebook viðburð

Þriðjudagskvöldið 23. ágúst kl. 20:30 mun Guðmundur Hilmar Guðmundsson jöklafræðingur við Háskólann í Newcastle á Englandi flytja erindi á íslensku um Suðurskautsjökulinn, núverandi þróun hans og líklegar breytingar í framtíðinni. Fyrirlesturinn verður í Stjörnuverinu í Perlunni og er öllum opinn. Gestir geta einnig skoðað sýningar Náttúruminjasafnsins á 2. hæð, Vatnið í Náttúru Íslands og Vorferð, sýningu um sögu Jöklarannsóknafélagsins.

Guðmundur Hilmar Guðmundsson er jöklafræðingur við Háskólann í Newcastle á Englandi. Hann vinnur að líkanreikningum á flæði jökla og áhrifum þeirra á umhverfið, einkum á hæð sjávarborðs. Hann er eðlisfræðingur að mennt, stundaði fyrst nám við Háskóla Íslands og síðan við ETH í Zurich. Guðmundur hefur farið nokkrar rannsóknarferðir til Suðurheimskautsins og einnig unnið á jöklum í Evrópu. Í erindi sínu mun Guðmundur fjalla fyrst og fremst um Suðurskautsjökulinn, núverandi þróun hans og líklegar breytingar í framtíð. Við ákveðnar aðstæður getur hegðun jökla breyst mjög skyndilega þegar komið er yfir ákveðin þröskuldsgildi hlýnunar og sjávarborðshækkunar. Getur þá rúmmálsrýrnun orðið svo ör að ekki verður aftur snúið. Þessi möguleiki hefur um langa hríð verið mikið áhyggjuefni og mun Guðmundur fjalla um þetta mál og þann möguleika að jöklar á Suðurheimskautinu geti farið að valda verulegri hækkun sjávarborðs í framtíðinni.

Aliquam eu elementum orci

Aenean quis pharetra orci. Sed sagittis tempus eros mollis lobortis. Aliquam eu elementum orci. Proin sit amet ultrices justo. Pellentesque at purus ipsum. Cras vitae magna id odio luctus blandit et eu tellus. In cursus laoreet pharetra. Morbi vitae neque risus. Quisque porta interdum neque quis rutrum. Mauris congue neque et malesuada elementum. Quisque condimentum semper scelerisque.Suspendisse eget ligula ullamcorper, aliquet arcu eget, feugiat magna. Morbi viverra fermentum sem, ut cursus ante egestas et. Suspendisse condimentum, elit ut sodales interdum, lectus arcu dignissim ante.

Aliquam eu elementum orci

Aenean quis pharetra orci. Sed sagittis tempus eros mollis lobortis. Aliquam eu elementum orci. Proin sit amet ultrices justo. Pellentesque at purus ipsum. Cras vitae magna id odio luctus blandit et eu tellus. In cursus laoreet pharetra. Morbi vitae neque risus. Quisque porta interdum neque quis rutrum. Mauris congue neque et malesuada elementum. Quisque condimentum semper scelerisque.Suspendisse eget ligula ullamcorper, aliquet arcu eget, feugiat magna. Morbi viverra fermentum sem, ut cursus ante egestas et. Suspendisse condimentum, elit ut sodales interdum, lectus arcu dignissim ante.